Skilmálar og ábyrgð
Skilmálar og ábyrgð
- Ábendingaraðili þarf að vera 18 ára eða eldri.
- Ábending verður að berast í gegnum vefsíðueyðublaðið „Senda ábendingu“ áður en eign er auglýst opinberlega.
- Seljandi þarf sjálfur að hafa samband við HEIMA fasteignasölu af fyrra bragði og staðfesta ábendingaraðila.
- Gjafakort er afhent þegar kaupsamningur hefur verið undirritaður og sala lokið.
- Ein (gild) ábending gildir á hverja eign – fyrsta samþykkta ábendingin gildir.
- HEIMA áskilur sér rétt til auðkennisstaðfestingar og til að hafna ábendingu ef grunur leikur á misnotkun.
- HEIMA ber ekki ábyrgð á seinkunum, framboði eða þjónustu samstarfsaðila sem gefa út gjafakortin.
- Gjafakort eru ekki framseljanleg, ekki hægt að skipta í reiðufé og falla úr gildi samkvæmt skilmálum viðkomandi samstarfsaðila.
- Breytingar – HEIMA fasteignasala áskilur sér rétt til að breyta skilmálum eða fella ábendingarherferðina niður hvenær sem er án fyrirvara.
- Gildistími: Ábending gildir þar til eign selst hjá HEIMA fasteignasölu. Ef eign selst ekki og er tekin af sölu fellur réttur til gjafabréfs niður.
Persónuvernd
- Við söfnum nauðsynlegum persónuupplýsingum (nafn, símanúmer, netfang ef gefið, heimilisfang eignar) í tengslum við ábendingar.
- Upplýsingarnar eru einungis notaðar til að sannreyna ábendingu og hafa samband ef þörf krefur.
- Upplýsingarnar eru ekki miðlaðar til þriðja aðila nema vegna fullnustu lagaskyldu eða til samstarfsaðila þegar gjafakort er útgefið.
- Gögn eru geymd á öruggan hátt og einungis meðan á verkefni stendur og í samræmi við lög um persónuvernd.
- Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að gögnum um þig, leiðréttingu eða eyðingu með því að hafa samband við HEIMA fasteignasölu.